Til hamingju með 10 ára afmælið elsku Eiður Tjörvi!! Húrra, húrra, húrra, húúrrrraaa!!!



Ég hef verið mikið á faraldsfæti síðustu daga. Á fimmtudaginn keyrði ég til Reykjavíkur með bílinn í viðgerð. Það var sérdeilis skemmtileg ferð. Bíllinn fór í viðgerð á föstudagsmorgunn og þegar hann var loksins búinn þá keyrði ég aftur til baka. vúbbí.. svaka stuð. Á Laugardaginn hins vegar þá fórum við á systkinamót í Freysnesi. Þar voru samankomin systkini mömmu hans Péturs og fjölskyldur þeirra og var mikið stuð. Á miðnætti á laugardag var ekið á Jökulsárlón þar sem við sáum alveg hreint magnaða flugeldasýningu sem ekki er hægt að lýsa með orðum. you had to be there. Við vöknuðum svo í grenjandi rigningu og roki á sunnudaginn, en sem betur fer vorum við í góðu tjaldi. Þegar við fórum á fætur voru allir búnir að pakka saman og á leiðinni heim.. þannig að við fórum líka. Síðan þá höfum við legið í leti hér á Hraunhóli 8, lesið, heklað, glápt og annað þvíumlíkt höfum við haft fyrir stafni. Nú stendur hinsvegar mikið til og eru mamma og pabbi búin að vera í allan dag að undirbúa þvílíka veislu sem til stendur í kvöld. Þvílíkar kræsingar og guðaveigar..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *