Já….þetta gengur svona. Bíllinn okkar virðist ekki gera annað þessa dagana en að bila. Það er nú alltaf gaman að moka peningum í bílskrjóð. Fórum á systkinamót (mömmumegin) í Freysnesi um helgina. Þar var mikið stuð. Komum á laugardeginum í flottu veðri og tjölduðum. Svo var farið í frisbí og fótbolta, grillað um kvöldið og kíkt á flugeldasýningu á Jökulsárlóni. Hún var svakaleg! Held að ég hafi bara aldrei séð annað eins. Svo vöknuðum við á sunnudagsmorgni í grenjandi rigningu. Svakalega notalegt að liggja í góðu tjaldi og hlusta á rigninguna. Svo var pakkað saman um hádegi og haldið heim. Svo var legið í leti á Hraunhólnum og lesið. Ég kláraði þriðju bókina eftir Dan Brown. Hún heitir Digital Fortress og er ROSALEG! Svo lentum við í svaka veislu á Hraunhólnum (Það er nú alltaf veisla þar) Við fengum grillað lamb, salat sem innihélt parmesan, feta ost, gúrku, tómata, ólívur, furuhnetur og eitthvað meira. Með þessu fengum við eitt besta rauðvín sem ég hef smakkað. Heitir held ég Laforet. Svo í eftirrétt voru grillaðir ávextir í svona bakka. Það var búið að strá belgísku súkkulaði yfir og svo kókusbollur líka. Alveg ótrúlega frábær matur. Hei já….svo má ekki gleyma púrtvíninu sem við fengum í fordrykk. Sandemans heitir það. Svona ljóst púrtvín. Svo eftir eftirréttnum, þá var Nesjakaffi. Og það hressti svo sannarlega!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *