Jæja….fór að sjá Shaun of the dead áðan. Scheise. All svaðalega fyndin mynd. Slatta ógeðsleg líka. En ég mæli alveg svaka mikið með henni. Hló mig máttlausan á köflum. Skellið ykkur á hana. Annars er allt búið að vera með kyrrum kjörum hérna. Ég er farinn að leysa af í svona aukatúrum núna. Hringt í mig og ég þarf kannski að fara bara eitthvað útá land. Voða spennó. Svo vorum við skötuhjúin að festa kaup á stafrænni myndavél. Kodak dx6490. Massa vél. Eigum bara eftir að fá hana. Keyptum hana á ebay. Núna heldur maður sér fast og vonar að allt gangi vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *