Hæ :o)
Þá erum við komin heim eftir alveg yndislegt páskafrí á Hornafirði. Daglegt amstur tekið við í rigningunni í Reykjavík. Við skemmtum okkur alveg konunglega í fríinu. Lékum okkur í körfubolta og fótbolta og spiluðum og fórum í heimsóknir og matarboð og borðuðum dýrindis mat í hverri máltíð. unaðslegt alveg hreint. Það eina sem hugsanlega varpaði pínku litlum, eiginlega ósýnilegum, skugga á þetta alltsaman var harði og óslétti svefnsófinn sem við sváfum á.. en það var bara einn mínus á móti milljón trilljón skítarilljón plúsum. Ég er samt búin að sofa ótrúlega vel eftir að ég kom heim.. Við tókum helling af skemmtilegum myndum og hver veit nema ég skelli þeim hingað inn fljótlega.
you mess with my svefnsófi, you mess with me!