Þegar ég var polli, þá bjó mamma stundum til kókoskúlur fyrir jólin. Í minningunni er þetta ein mesta dásemd sem fór inn fyrir mínar varir á þeim tíma 🙂 En hérna á eftir kemur uppskriftin:
Þetta þarftu:
3 dl haframjöl
2 dl sykur
2 msk kakó
örlítið af vanilludropum
1 msk púðursykur
2 msk vanillusykur
1 msk kalt kaffi
100 gr smjörlíki
Svona gerirðu:
sykur og smjörlíki brætt í potti
kælt og blandað saman við efnið
svo gerðar kúlur úr og velt upp úr kókosmjöli. Þær eiga að vera pínu blautar.
Settar í frysti og laumast í þegar enginn sér til 🙂