Súkkulaðikökurnar hennar Hugrúnar ömmu

Þegar ég var polli þá var oft farið til ömmu á Austurbrautinni um jólin. Jólasveinninn límdur í eldhúsgluggann, litli jólabærinn með ljósunum inní og snjónum fyrir utan, jólatréð með englahárinu, allt saman ómissandi hluti af jólunum. Að sjálfsögðu fékk maður svo allskyns kökur og nammi. Súkkulaðikökurnar eru sérstaklega eftirminnilegar enda dásamlega góðar.

Mér skilst að uppskriftin komi úr bókinni “Bökun í heimahúsum” sem var fyrsta bók Helgu Sigurðardóttir og kom bókin út fyrst árið 1930.

Þetta þarftu:

300gr hveiti

150gr kókosmjöl

3/8 tsk hjartarsalt

300gr smjörlíki

4tsk kakó

2 Egg

Vanilla

Svona gerirðu:

Hveitinu og hjartarsaltinu sáldrað á borð og smjörlíkið mulið saman við. Þar í er blandað sykri, kókosmjöli og kakóinu. Vanilludroparnir látnir útí. Hnoðað saman með egginu, þar til það er jafnt. Rúllað í lengjur, sem eru skornar í jafna bita. Hver biti er hnoðaður í kúlu sem er svo dýft í sykur með söxuðum möndlum útí. Bakað við góðan og jafnan hita þar til kökurnar eru gegnum þurrar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *