kvöldið góðir hálsar.. hvað er að frétta?
ég er að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, chelsea – manchester united. ég var að komast að því að það eru svakalega margir í united sem mér finnst svo leiðinlegir.. nistelroy til dæmis. hann er búinn að fara í taugarnar á mér síðan á EM síðasta sumar. Rio Ferdinand líka fer í mínar fínustu. mér fanst gott á hann þegar hann fékk leikbann því hann mætti ekki í lyfjapróf.. svo er rooney líka frekar pirrandi.. svona óþroskaður gaur sem er alltaf að rífast yfir öllu og með svona óþarfa leiðinda brot. skrítið að þessir gaurar séu allir í sama liðinu. ég hef ekkert sérstaklega á móti united samt.. ekki það að rykföllnu gaurarnir í eldhúsdagsumræðunum á rúv séu eitthvað skemmtilegri en þessir..
fyrir utan þetta er allt fínt að frétta. brjálað að gera í skólanum. er að klára heimaprófið (loksins) og þá tekur GIS verkefnið mitt, svo á sunnudaginn fer ég í 5 daga námsferð að sólheimajökli, svo þarf ég að skila GIS skýrslu þann 25. maí og skýrslu úr ferðinni þann 31 maí.. þannig að það er meira en nóg að gera. satt að segja er ég ekki alveg viss hvernig ég á að koma þessu öllu fyrir. kemur í ljós. best að drekka kaffið á meðan það er heitt.. bæb