Hangs

Sit hérna í kaffistofunni á bókhlöðunni, eða svona í jaðrinum. Er að drekka rándýrt kaffi. Lélega uppáhellinguá 100 kall. Fær mann til að meta mjög mikils flottu kaffivélina í Öskjunni, sem malar handa manni dýrindis kaffibolla og kostar bara klink, 20 kall. það er almennilegt kaffi. Nýmalað og rótsterkt. Beint í bollann. Meira að segja hægt að hita og þeyta mjólk út, algjör lúxus. Það fylgir ekki einusinni ábót á þessa okur eiturblöndu hérna í hlöðunni.. Eftir fjögurra tíma setu á þjódeildinni þá er þestta slæma kaffi samt kærkomið.. ég  var eins og Elli bróðir, að deyja úr geispi. 
Hef ekkert að segja. Er bara eiginlega að bíða eftir að Pétur verði búinn að vinna svo ég geti farið að sækja hann. Þá getum við farið að spá í hvað eigi að vera í matinn, svo eldað matinn og borðað hann. Fáum okkur svo kanski kaffibolla eftir matinn og kveikjum kanski á einhverjum kertaljósum. Ætli ég setjist svo ekki fyrir framan sjónvarpið, horfi með öðru auganu, hekli svolítið á meðan pétur brasar eitthvað í tölvunni.. æh, þetta er svona ótrúlega venjulegur dagur. 
Eruð þið ekki bara hress? Það hefur verið eitthvað svo lítið að gerast hérna á þessari síðu undanfarna daga, dræmar undirtektir. Ég er farin að halda að Svanfríður sé sú eina sem nennir að lesa þetta. Það er allt í lagi mín vegna, ég skrifa þetta aðallega fyrir mig hvort sem er..
Bið að heilsa ykkur / þér Svanfríður :o)
bleble

6 thoughts on “Hangs

  1. hey, ég les líka alltaf allt.. og oft á dag.. sömu færslurnar oft oft.. og mér finnst það ótrúlega skemmtilegt, má bara ekki vera að því að kommenta oft, svo bissí skiluru… samt kommenta ég oft hjá þér miðað við hjá öðrum…

  2. Nú lít ég út eins og stokker:) En mér er alveg sama því ég hét því að þegar ég byrjaði á þessu bloggdóti að kvitta alltaf við nýjar færslur því það er jú gaman að fá kvitt þó maður skrifi að mestu fyrir sjálfan sig-þannig lít ég á það allavega. Svo skrifarðu líka skemmtilega. En allavega, hej da og har det bra.

  3. Ég kem reglulega skan 😛 hvað er að frétta af norðanför – eigum við ekki að fara að horfa á Fasta Liði eins og venjulega og leggja á minnið svo við höfum nú eitthvað að gera á leiðinni 😀
    unns

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *