Vá, það er bara kominn maí!
magnað..
Þetta verður örugglega frábær mánuður. Ég byrja í nýrri vinnu seinni part mánaðarins (segi betur frá því seinna) og hlakka mikið til. Skólinn er kominn á hold í óákveðinn tíma og ég verð því að fara á fullt að vinna fyrir mér. Það er ekkert við því að gera og ég fagna bara tilbreytingunni.
Helgin síðasta var löng og skemmtileg þar sem meðal annars þetta gerðist:
– Ég drakk kaffi á svölunum mínum við nýja kaffiborðið.
– Ég fór í grillveislu
– Mér var boðið út að borða á nýja kaffi parís.
– Ég fór í sólbað á svölunum mínum, hlustaði á iPodinn minn og las bók
– Ég stóð í rigningu/slyddu/hagléli undir regnhlíf á Ingólfstorgi og hlustaði á góða lifandi tónlist (NB sama dag og ég var í sólbaði)
– Ég dansaði og fíflaðist heima hjá mér
– Ég svaf mjög vel.
– Ég gerðist hárgreiðslukona og gaf húsbóndanum nýtt lúkk.
Framundan hjá mér er bara sumarfrí þangað til vinnan byrjar. Þetta þýðir semsagt áframhaldandi kaffibollar á svölunum í morgunsólinni. Það verður stuð hjá mér :o)
Til hamingju með nýju vinnuna sem þú ætlar að segja frá seinna. Njóttu þess að eiga frí á meðan þú getur. Bara sól og sumar í þessum pistli:)