Jæja…þá er það ákveðið. Ætlum að fá okkur ADSL. Vitum bara ekki alveg hvort það verður Ogvodafone eða Síminn sem verður fyrir valinu. Eitt sem mér finnst heimskulegt við þetta. Af hverju í andskotanum er bara hægt að borga með visa korti hjá Ogvodafone? Eru þetta vitleysingar? Held það…Kannski best að vera bara hjá Símanum. Hann hjálpar manni að láta það gerast….