hæ.. ég er að hressast sem betur fer. guði sé lof fyrir treo. ég var nefnilega að lesa það á doktor.is að treo virkar ágætlega á mígrenishausverk.. málið er að í treoi er nefnilega acetýlsalicýlsýra sem er svona verkjastillandi og er í allskonar venjulegum verkjalyfjum fyrir höfuðverki, tíðarverki, tannverki og bla bla bla.. EN! í treoi er líka koffeín sem hefur væg örvandi áhrif á heilann og veldur því að æðarnar í heilanum dragast saman.. en fyrir þá sem ekki vita þá er talið að mígreni stafi af því að æðar í heilanum víkka út.. koffeínið eykur líka vekjastillandi áhrif þessarrar acetýlblablasýru.. SEM LEIÐIR TIL ÞESS! að treo getur haft góð áhrif á mígreni… en önnur venjuleg verkjalyf hafa engin áhrif. Þetta finnst mér mjög merkilegt því ég hef tekið treo við mígreni í dáldinn tíma og það hefur einmitt stundum losað mig alveg við mígrenið eða allavega slegið smá á það.. allt þetta án þess að ég vissi allt sem ég veit núna um koffeínið og allt það.. Það er ekki eins gott og hið rándýra – dýrara en allt dýrt – en þó áhrifamikla – mígrenislyf – maxalt smelt.. sem ég tími aldrei að kaupa..
Ég er farin út í búð að setja bréf í póst.. já, munið þið ekki, maður skrifar á blað og setur í umslag, skrifar heimilisfang á umslagið og límir á frímerki, setur það í póstkassa þá kemur maður og tekur það og fer með það til viðtakenda.. muniði? kallast póstur..