Monthly Archives: March 2004

jæja.. hún er að byrja formúlan.. vúhú!! vá hvað ég hlakka til. fyrsta mótið er í ástralíu núna um næstu helgi. ég held ég hafi ekki misst af einni keppni síðasta tímabili og ætla sko ekki að missa af neinni þetta tímabil.. þetta verður örugglega svakalega spennó tímabil. þessi vann síðast en ég vona að hann vinni ekki aftur því hann er alltaf að vinna. ég vona að þessi taki þetta því hann er sko í uppáhalds liðinu mínu. þessi er líka í því og hann má líka alveg vinna. þessi var í öðru sæti síðast og mörgum finnst hann svakalega líklegur og frekar kúl. mér finnst þessi vera frekar líklegur til að vinna þetta.. en alls ekki þessi, og ekki þessi og heldur ekki þessi.. þó þeir séu nú allir frekar góðir.. en það eru líka nokkrir sætir, til dæmis þessi..

í gær bættust við nokkrar myndir í myundaalbúmið, þetta eru myndir frá sumarbústaðarferð landfræðinema í munaðarnes í febrúar 2001.. gamlar og góðar 😉

Djöfull er fokking geðveikt veður. Alltaf sama blíðan á þessu skeri. Þetta er kannski bara gott…blæs mengun og svoleiðis viðbjóði útá hafsauga. Hressandi. Nú er ég svangur maður. Kalt lasagne bíður eftir mér inní ísskáp. Snilld. Best að fá sér…

Jæja…þá er það ákveðið. Ætlum að fá okkur ADSL. Vitum bara ekki alveg hvort það verður Ogvodafone eða Síminn sem verður fyrir valinu. Eitt sem mér finnst heimskulegt við þetta. Af hverju í andskotanum er bara hægt að borga með visa korti hjá Ogvodafone? Eru þetta vitleysingar? Held það…Kannski best að vera bara hjá Símanum. Hann hjálpar manni að láta það gerast….

Ætti ég að fá mér ADSL? Ég veit það ekki. Ég er orðinn soldið dauðleiður á þessu neti. Það er svo ótrúlega lengi að svara mér að það er óþolandi. Þann tíma sem það tók að skrifa þessar línur, hefur ekki tekist að opna síðuna hjá ogvodafone. HVAÐ ER AÐ? Komið endilega með hugmyndir. Hvað á ég að gera?