góðir hálsar..

nú erum við komin með adsl tengingu í staðin fyrir örbylgjutenginguna sem við höfum haft. vegna þessara umskipta hefur kúrbíturinn ýmist legið niðri eða verið í einhverju fokki síðustu daga. en nú er allt fallið aftur í ljúfa löð (eða segir maður það ekki?) og fastagestir kúrbítsins geta því andað léttar. fjúhh…

annars er allt fínt af okkur að frétta. brúðkaupið á laugardaginn var mjög skemmtilegt. þau eru orðin hjón og kyssast vonandi upp á títuprjón til æviloka eins og í öllum almennilegum ævintýrum. þetta var alltsaman alveg æðislegt.. snilldar matur, skemmtilegt fólk og mikið tjútt.

annars vildi ég benda ykkur á eina merkilega síðu, poppland, hún er skemmtilega að skoða fyrir þá sem vilja fylgjast með hvað er að gerast í tónlistarslífinu hér á landi.. svo er líka hægt að hlusta á allskonar skemmtilegt..

l8ter..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *