flokkedí flokk

ég of pétur flokkum rusl að vissu marki. við flokkum flöskur, dósir, dagblöð og tímarit, fernur og rafhlöður svo eitthvað sé nefnt. við gætum auðvitað gert betur, en það sem helst hamlar því er plássleysi. það er svo lítið pláss í eldhúsinu okkar fyrir fleiri ruslatunnur. í morgunn rölti ég eins og svo oft áður með fernur og dagblöð í þartilgerðan gám. umgengnin í kring um þennan gám er oft fáránleg. dagblaðagámurinn hefur greinilega verið troðfullur nýlega því fólk hafði staflað pokum fullum af dagblöðum allt í kring um gáminn og þegar ég setti fernurnar í fernugáminn þá var í honum hellingur af dagblöðum. til hvers er fólk að flokka rusl ef það blandar því svo bara aftur saman eða skilur það eftir úti á götu og lætur það fjúka út um allt? svona fólk á ekki að reyna að vera umhverfisvænt, það fattar greinilega ekki pointið og gerir bara illt verra..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *