Jæja…Langt síðan ég hef bloggað eitthvað hérna. Ástæðan er kannski sú að ég hef mikið verið að vinna við að koma þessu drasli í gang eftir að við fengum okkur ADSL. Það tók tíma sinn vegna þess að serverinn var ekki að samþykkja módemið sem við fengum. Endaði með því að serverinn er keyrður á Windows 2000 Professional en ekki XP Pro eins og áður. En hvað um það…Djöfull eru Bandaríkjamenn búnir að skíta upp á bak þarna í Írak. Þeir eru búnir að hrauna leeeeengst uppá bak. Þarna verður aldrei friður. Allavega ekki á meðan Bandaríkjamenn eru þarna. Núna eru páskarnir að koma. Það er stuð. Páskaeggjaát og góður matur. Það er bara gott. Eníveis…síjúaránd.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *