vá hvað þessi helgi leggst vel í mig. hún verður örugglega pottþétt. ekki nóg með það að ég sé að fara í margumtalað brúðkaup á morgunn þá er einnig að koma í heimsókn til okkar hann brynjar freyr mágur minn. við ætlum að bjóða honum upp á heimabakaða pizzu í kvöld og opna rauðvínsflöskuna sem ég vann hérna um daginn en hef enn ekki haft tíma til að drekka.. oohh þetta verður svíít! Í kvöld koma svo líka mamma og pabbi og elías, en þau eru að sjálfsögðu á leiðinni í brúðkaup.. ég á eftir að hitta svo mikið af yndislegu fólki um helgina.. (ok smá væmni.. lífið er væmið)
Monthly Archives: April 2004
svart
ég keypti mér áðan dietkók í 1/2 lítra til að drekka með matnum mínum í hádeginu. ég hef ekki gert það í marga mánuði.þ.e. drukkið eitthvað annað en topp, kristal eða vatn. það er ekkert smá skrítið að drekka það.. það er svo svart! eiginlega bara ógeðslegt að drekka eitthvað svona svart.. maður sér ekkert hvað er í þessu! krípí..
hæ, ég er mætt í vinnunna.. mætti að vísu alveg korteri of seint.. en ég er hér allavega og er bara hress.. gaman að segja frá því! annars er bara allt í gúddí.. mikið að gerast, sem kannski verður sagt frá hér síðar.. kanski ekki. bið bara að heilsa, þangað til næst ..