Daginn. Sit hérna við tölvuna hans Tjörva og er nývaknaður. Samt búinn að fara í sturtu og raka mig og klukkan ekki orðin 11. Ótrúleg framtaksemi í gangi hérna. Bónaði meira að segja bílinn minn í gær. Það er svona þegar maður á yngri bróður sem er hörkubónari. Teddi hjálpaði mér helling. Hann er með svo flotta aðstöðu til að gera þetta útí HP. En…Núna styttist í stóru stundina hjá Elíasi. Hann á afmæli líka í dag (Til hamingju með daginn Elías)og verður mikið um dýrðir í dag. Svo þarf ég að leggja af stað suður í dag 🙁 ógeðslega fúlt. En svona er þetta. Heiða verður fyrir austan í sumar að gera mastersverkefni. Hei! Vitiði hvað? Skjárinn sem ég er að horfa á núna heitir KFC!!! Er það ekki stórkostlegt?? Kentucky skjár….
Monthly Archives: May 2004
Jæja…Við erum lent á Hornafirði. Náðum í bílinn í gær úr viðgerð og vorum ekki kominn af stað fyrr en um 9 leytið í gærkvöldi. Allt gekk vel nema að það var hundleiðinlegt veður allan tímann. Ekkert nýtt þar. Allavega…alltaf jafn yndislegt að koma í heimahagana og hlusta á kyrrðina sem fyrirfinnst hvergi annarstaðar en í Nesjunum…
í dag er seinasti dagurinn minn í vinnunni 🙂
fagnaðarlæti standa yfir.
ég er svöng.. ég væri ekki svöng ef að helvítis hrísmjólkin sem ég keypti mér til þess að borða þegar ég yrði svöng hefði ekki verið mygluð. ég er pisst. hún er ekki einusinni útrunnin! djöfuls krapp.. urrrrrrr!
pakki pakki pakki pakki
ég á pakka!!!! ég fékk pakka með póstinum. ég sótti hann á pósthúsið í morgunn. hann er mjúkur og hann er frá mömmu 🙂 ég er ekki búin að opna hann.. ég get ekki farið að opna hann hérna! í vinnunni! ji, nei, það væri nú alveg asnalegt.. ég ætla að opna hann þegar ég kem heim. ég er samt alveg að deyja úr spenningi. ííííígs!
Þetta finnst mér skemmtilegt 🙂 eruð þið að fatta?
Kvöldið hér. Haldiði ekki að ég hafi nánast gleymt að fá mér að borða. Það er svona þegar situr fyrir framan tölvuna og missir sig í einhverju spileríi. Fattaði svo allt í einu að ég var bara soldið svangur. Reddaði því hið snarasta. Svo er bara Hornafjarðarferð framundan. Það verður nú stuð. Vona bara að kallinn verði búinn að laga bílinn okkar fyrir föstudaginn. Vonum það. Ef þið eruð að spá í akkúrat núna hvaða lag þið eigið að ná í, þá mæli ég með The reason með hoobastank. Fjandi fínt lag eins og margt annað sem hoobastank hefur gert. Over and out…
mmm.. ég var svo sniðug að kaupa mér pipp áðan til að borða með kaffinu.. sleeeef það er ekkert smá GOTT! eiginlega of gott. ég eiginlega vildi að mér þætti kaffi vont. einu skiptin sem ég borða súkkulaði er þegar ég fæ mér kaffi. af því leiðir að ég borða stundum aðeins of mikið súkkulaði. ég helst að súkkulaði sé mesti veikleiki minn. það er auðveldara að hætta að reykja en hætta að borða súkkulaði.. það er pottþétt.
dæmigert að einmitt þegar ég get tekið mér pjásu í vinnunni þá er sólin farin. þannig að það verður engin brúnka hjá mér í dag. svo er ég líka með meiddi! ég slasaði mig á tannburstanum mínum þegar ég var að bursta í gærkvöldi.. það er meira að segja vont að brosa! og ég er að vinna til 10 í kvöld.. greyis ég!
jæja.. þá er síðasta vikan mín í vinnunni hafin! hún verður nú örugglega lengi að líða, enda verður hún löng…
það eru alltaf allir að spurja mig hvort ég sé að fara að hætta og hvað ég sé að fara að gera. þegar ég segi þeim að ég sé að fara að vinna að gjóskulagaverkefni og útskýri það eitthvað verður fólk alltaf skrítið í framan. veit ekkert um hvað ég er að tala.. segja: “jahá.. það hljómar spennandi”. gaman þegar fólk verður svona klúless á svipinn.