Góðan daginn hér!

klukkan er hálf átta á miðvikudagsmorgni og ég er löngu vöknuð og komin á fætur. búin að borða morgunmat, búin að skutla pétri í vinnuna og búin að fara í bakarí og allt! vaknaði klukka sex og mér til mikillar furðu var dagurinn bara byrjaður! sólin komin upp og bara bjartur dagur.. þetta hefði mér aldrei dottið í hug 🙂 ég á von á gestum í morgunmat eftir tvo tíma og ég veit bara ekkert hvað ég á að gera þangað til.. ekki get ég farið aftur að sofa.. það væri leim.

p.s. tölvupósturinn er ekki enn kominn.. ef hann kemur ekki í dag þá sendi ég ítrekun, og hananú…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *