Þetta þarftu: 400g fiskur, roðlaus og beinlaus, 250g hörpudiskur, 4 laukar, 3 hvítlauksrif, 400g sveppir, 2 msk olía, 3 tsk salt, 2tsk svartur pipar, 1msk karrí, 2tsk túrmerik, 1dós niðursoðnir tómatar, 1/2 lítri hvítvín (má nota kjúklingasoð), 1/2 lítri vatn, 3 lárviðarlauf, 1 dós kræklingur, 1 búnt steinselja.
Svona gerirðu: Saxið lauka og hvítlauk og skerið niður sveppi. Mýkið í olíu í 1-2 mínútur í stórum potti. Kryddið með salti, pipar, karrí og túrmeriki. Setjið tómata, hvítvín (eða soð), vatn og lárviðarlauf út í pottinn. Látið suðu koma upp og sjóðið í 3-4 mín. Skerið fiskinn í litla bita og setjið í súpuna ásamt frosnum hörpudiski. Sjóðið í 3-4 mínútur. Bætið kræklingnum útí og hitið að suðu. Saxið steinseljuna og stráið yir súpuna.
Að lokum: Þó þetta heiti fiskisúpa er þetta sjúklega góð súpa. Ég hef eiginlega alltaf lúðu í henni og sleppi líka kræklingnum því mér finnst hann vondur og set yfirleitt humar í staðinn.. að sjálfsögðu! En það er alveg hægt að setja allskonar fiska í þetta.. að sjálfsögðu ber maður nýbakað brauð fram með svona súpu og mæli ég með massa brauði kollusætu!! Ég fékk þessa uppskrift upphaflega úr bókinni Af bestu lyst 2 og get sko sagt ykkur að þessi súpa er ógeðslega holl. Það stendur sko í bókinni! HB