ég missti af undankeppninni í gær.. ég trúi því varla ennþá. hvernig get ég misst af júróvisjón? ég var sko að vinna í gærkvöldi og ætlaði að láta pésa taka upp fyrir mig en svo klikkaði það alltsaman og ég missti af þessu.. tók þetta einhver upp? getur sá hinn sami lánað mér þetta fyrir laugardaginn? endilega takk!
ég er mætt í vinnuna.. taldi mér trú um það í morgunn að mér væri nú bara eiginlega alveg batnað. það er ekki alveg satt samt. never undersetimate the power of denial (american beauty).
allavega, ég og pétur vorum aldeilis óheppin í gær. bíllinn okkar dó. það fór tímareim. það er víst frekar alvarlegt. allavega erum við búin að heyra tölur um viðgerðarkostnað frá 80-150 þúsund. það er heldur mikið.. þannig að ég fór í morgunn og keypti fyrir okkur pésa kort í strætó sem verður farkosturinn um óákveðinn tíma..
Þetta þarftu: 2 dl rjóma, 1 stk camembert ost, 1-2 bréf skinka, 1-2 paprika (mér finnst best að fá mér tvær litlar af sitthvorum lit.. maður verður að skreyta!), 1 stk fransbrauð og rifinn ostur.
Svona gerirðu: Rjóminn er settur í pott (ef þið eruð í megrun er hægt að nota mjólk á móti rjómanum til að gera þetta aðeins léttara) svo flysjar maður bara hvíta dótið af camembertinum og sker hann í bita og lætur hann bráðna í rjómanum. Brauðið er rifið niður (skorpan er ekki notuð) og það sett í eldfast mót. Paprika og skinka er skorin niður og dreift yfir og blandað við brauðið. Sósunni er svo helt yfir og best er að hafa þetta vel soggí. Svo bara ostur yfir og bakað í ofninum þangað til osturinn er orðinn brúnaður.
Að lokum: Þetta er alveg pottþéttur heitur réttur sem hefur verið notaður við mörg tækifæri, tildæmis saumaklúbba, barnaafmæli, skírnir og bara allt! Hann er upphaflega kominn frá henni Bríet sem var með mér í bekk í landfræðinni. Þessi klikkar aldrei og öllum finnst hann góður.. öllum! HB
jæja.. þá er ég búin að horfa á síðasta friends þáttinn. skrítið að hugsa til þess að það komi aldrei aftur nýr friends þáttur. samt dáldill léttir líka. þetta var nú orðið ágætt, var það ekki? jú ég held það.. þá er bara að finna sér eitthvað að gera það sem eftir er dagsins. ég er að mygla hérna……….
ég er heima lasin.. eins og ég hef verið síðustu daga. ég er að fríka út! magapestin sem ég var með fyrir helgi þróaðist út í þetta yndislega kvef, hálsbólgu og hita. magnað alveg hreint. ég tek pestirnar bara á færibandi. er búin að vera að horfa á vídjó. er búin að sjá city of god (IMDb 8,7) og the last samurai (IMDb 7,8). báðar alveg rosalega góðar. mæli hiklaust með þeim. ken watanabe sem leikur í last samurai er alveg ótrúlega góður í myndinni og tommi greyið krús fellur alveg í skuggan af honum. watanabe er bæði miklu sætari og leikur mun betur í þessarri mynd.. kannski ekki að marka mig, mér finnst japanir svo sætir 🙂
Svona gerirðu: Saxið lauka og hvítlauk og skerið niður sveppi. Mýkið í olíu í 1-2 mínútur í stórum potti. Kryddið með salti, pipar, karrí og túrmeriki. Setjið tómata, hvítvín (eða soð), vatn og lárviðarlauf út í pottinn. Látið suðu koma upp og sjóðið í 3-4 mín. Skerið fiskinn í litla bita og setjið í súpuna ásamt frosnum hörpudiski. Sjóðið í 3-4 mínútur. Bætið kræklingnum útí og hitið að suðu. Saxið steinseljuna og stráið yir súpuna.
Pési bíður spenntur eftir að fá að smakka
Að lokum: Þó þetta heiti fiskisúpa er þetta sjúklega góð súpa. Ég hef eiginlega alltaf lúðu í henni og sleppi líka kræklingnum því mér finnst hann vondur og set yfirleitt humar í staðinn.. að sjálfsögðu! En það er alveg hægt að setja allskonar fiska í þetta.. að sjálfsögðu ber maður nýbakað brauð fram með svona súpu og mæli ég með massa brauði kollusætu!! Ég fékk þessa uppskrift upphaflega úr bókinni Af bestu lyst 2 og get sko sagt ykkur að þessi súpa er ógeðslega holl. Það stendur sko í bókinni! HB
ég var að fá tölvupóstinn.. loksins. nú er orðið óhætt að segja frá því að ég er að fara mastersnám í haust við háskóla íslands. í sumar ætla ég að vera á hornafirði að vinna verkefni við háskólasetrið þar sem tengist mínu tilvonandi mastersverkefni.. úff hvað ég er spennt! ég er loksins að fara að hætta í leiðinlegu vinnunni minni, er meira að segja búin að segja upp og allt og hætti næstu mánaðarmót! ég trúessekki þegar ég skrifa þetta.. en þetta er allt saman staðfest. klappað og klárt.. æj en gaman!
uu.. já, ég er heima í dag, lasin. er með einhverja skemmtilega magapest. en hverjum er ekki sama! ég er að fara að hætta í vinnunni og fara aftur í skóla.. vei!
Radíó….Radíó…..Kúrbíturinn var niðri í dag sökum þess að Landssíminn var ekki að standa sig með þetta ADSL kerfi. Fyrrverandi aðalféhirðir hefur sennilega tekið aðeins of mikið af peningum frá þeim.
klukkan er hálf átta á miðvikudagsmorgni og ég er löngu vöknuð og komin á fætur. búin að borða morgunmat, búin að skutla pétri í vinnuna og búin að fara í bakarí og allt! vaknaði klukka sex og mér til mikillar furðu var dagurinn bara byrjaður! sólin komin upp og bara bjartur dagur.. þetta hefði mér aldrei dottið í hug 🙂 ég á von á gestum í morgunmat eftir tvo tíma og ég veit bara ekkert hvað ég á að gera þangað til.. ekki get ég farið aftur að sofa.. það væri leim.
p.s. tölvupósturinn er ekki enn kominn.. ef hann kemur ekki í dag þá sendi ég ítrekun, og hananú…