jibbý! þá er uppáhaldsdagurinn minn runninn upp.. loksins kominn 4. júní 🙂 til hamingju með daginn ég sjálf 🙂 já og auðvitað sölvi líka..
ég er aftur komin á fætur og er öll að hressast. ég held að þetta sé eitthvað hraðkvef sem ég er með, það kom snögglega með miklum látum en ég er að vona að fari jafn snögglega.. það er allavega í rénum núna. Ég fékk hjólið mitt sent frá reykjavík í gær og ég er að spá í að hjóla á því inn í nes á eftir. það verður bara hressandi held ég.. ég vona allavega að það sé í nógu góðu standi, ég hef ekki hjólað á því síðan síðasta sumar. ég held ég eigi eftir að nota það samt dáldið mikið þetta sumarið. ég er þegar búin að fara í einn hjólatúr, að vísu á hjólinu hans pabba, með elíasi. við kíktum niður að gamla flugvelli. skoðuðum gömlu flugstöðina (þeas flugkofann) og rútuna sem einhver kall bjó einu sinni í. það eru ennþá gamlir kartöflukassar þar í hrúgu eins og við krakkarnir notuðum til að byggja okkur hús í gamladaga.. þeas þangað til ragnar í akurnesi bannaði okkur það… hræðilega grafan var samt ekki þarna lengur, en vá hvað hún var nú hræðileg!!