Jæja,
ég veit ég er alltaf að segja þetta, en nú er ég komin með nokkuð góða hugmynd fyrir þetta moððerfokkíngs mastersverkefni.. það komu hingað tveir skotar sem eru að vinna í doktorsverkefnum sínum hérna í sýslunni og viðfangsefnið er svipað og ég er með í huga, þeas loftslagsbreytingar og breytingar á jöklum og svoleiðis. Ég græddi helling á því að spjalla við þau og þau voru með margar góðar hugmyndir. merkilegt hvað maður getur stundum verið lost en eftir kanski 2mín samræður við einhvern annan sér maður ljósið. þetta er merkilegt. maður gjörsamlega sér ekki út fyrir kassann stundum. En þau eru semsagt búin að bjóða fram aðstoð sína og ég ætla pottþétt að þiggja hana.
um síðustu helgi þá skrapp ég í bæinn og í sumarbústað í miðhúsaskóg. þar hitti ég fyrir pésa sæta *roðn* kollu, palla og strákana. það var rosa stuð í bústaðnum og við horfðum á fótbolta, grilluðum, drukkum bjór, fórum í pottinn, spiluðum hægosa og borðuðum bústaðarbita.. alveg eins og á að gera í alvöru sumarbústaðarferðum. að vísu var rigning og rok eiginlega allan tímann, en hú kers.. þetta var meiriháttar. svo á sunnudagskvöldið fórum ég og pési sæti til reykjavíkur og sáum harry potter og fangann frá azkaban. svaka fín mynd.. sérstaklega fyrir harry potter aðdáendur eins og okkur 🙂 svo í gær kyssti ég pésa bless og brunaði í sveitasæluna.
Annars er allt fínt að frétta héðan úr sveitinni. ég er nú orðin einbúi, mamma og pabbi og elías eru flogin til portúgal ásamt hrafnhildi, birni girni og gríslingunum þeirra. þau fóru í dag. þau fljúga víst beint inn í óeirðir því það voru víst einhverjar fótboltabullur á Algarve með mikil ólæti síðustu nótt. einhverjir fúlir englendingar að sperra sig við lögregluna.. það þurfti bara að kalla til óeirðarlögregluna og hunda og alles.. eins gott að íslendingar töpuðu fyrir englendingum um daginn annas myndu þau kanski bara verða buffuð af fótboltabullum!! (god forbid.. 7-9-13) tapsára pakk.. en allavega, ég er einbúa kerling í stóru húsi sem er þakið kóngulóarvefjum.. ef ég væri aðeins eldri þá væri ég örugglega norn! ég er amk með nefið í það 🙂