Núna gerir maður ekki annað þessa dagana en að glápa á EM. Það er ágætt. Ekki að maður fylgist mikið með fótbolta. Mér finnst samt mjög gaman að horfa á vel spilaðan fótbolta og spennandi leiki. Sælla minninga nefni ég til dæmis England – Frakkland. Sögulegt dæmi. Svo er bara nóg að gera í vinnunni. Alltaf nóg að flytja. Ég var að skoða dagskrána fyrir stöð 2 í gær. Þar var myndin The transporter eða eins og hún var þýdd “Flytjandinn”. Fannst það soldið fyndið. Það væri nú spennandi að búa til mynd um trukkabílstjóra sem lendir í allskyns ævintýrum. Er það ekki? Mæli með sjálfum mér í aðalhlutverkið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *