Jæja.. komin aftur á Hornafjörð eftir mikið flakk.. fjúhh hér er sól og hiti 🙂
Monthly Archives: June 2004
Hún á afmæli í dag,
Hún á afmæli í dag,
Hún á afmæli hún Amalía,
Hún á afmæli í daaaaaag!!
Húrra! Húrra Húrra! Húrraaaaaa!!
Ég rakst á þetta einhverstaðar á vafrinu og hika ekki við að pósta þessu hér. þetta er mikilvægt málefni sem ég vil styrkja. hvað finnst ykkur? Það er hægt að kynna sér málið betur hér.
Til hamingju með afmælið elsku mamma mín!! xxxxxxxxxxxx 🙂
ég er annars í vinnunni og er eitthvað svo syfjuð og andlaus eftir svefnlitla nótt. nágrannarnir voru svo mikið að leika sér á úti trampólíninu sínu í nótt að ég var alltaf að vakna. meiriháttar. Kíkti í heimsókn til Möttu og Hjálmars í gær, borðuðum kjúkling og drukkum hvítvín og gláptum svo á vídjó.. það var notarlegt. Það er sól og blíða og veðrið svaka fínt.. sem er ágætt því það lítur út fyrir að ég nái loksins að hjóla á hjólinu mínu inn í nes í dag.. málið er að pétur gleymdi að senda mér lyklana af hjólalásnum með hjólinu, þessvegna hefur þetta aðeins tafist. ekki það að ég sé löt, nei það er sko ekki tilfellið.. allavega ekki í þetta skiptið. Svo á morgunn verður brunað í bæinn og kíkt í bústað um helgina.. ljúfir tímar framundan 🙂
Djöfull er freeek! ´04 með Gogga gamla gott lag! Tékkið á því. Annars er allt gott að frétta hérna megin við ána. Nóg að gera í vinnunni. Sendi bíla um allt land. Þorlákshöfn, Reyðarfjörður, Uzbekistan, bara spurning um hvert þið viljið fara. Hvernig er það eiginlega…er allt að verða vitlaust í þessari ríkisstjórn? Stjórnarandstaðan má ekki minnast á einhverjar takmarkarnir, þá segir Herra Davíð bara “Nei, nú slít ég fundinum” og andstaðan strunsar út. Eru þetta fagmannleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Held að þessi ríkisstjórn geti bara pakkað saman og flust á Svalbarða eða eitthvað. Láta einhvern ísbjörn éta Dabba. Og svo er sjálfstæðisflokkurinn að BÆTA við sig fylgi. Er ekki allt í lagi?!?!?! Er fólkið í þessu landi ALVEG gjörsamlega sneytt allri vitrænni hugsun? Held það. Þetta er svona eins og martröð sem maður getur bara ekki vaknað uppaf. Djöfull getur maður verið þreyttur á þessu. Svo var ég að horfa á fréttirnar áðan. Frétt um það að lögreglan hafi brotið mannréttindarlög með því að loka manneskju ítrekað inni fyrir að vera drukkin. Ja hérna…ekkert má maður. Það er nú slæmt þegar maður getur ekki fengið sér í glas án þess að vera hent inn fyrir það. Ég get kannski prísað mig sælan að hafa getað laumað nokkrum sopum af bjór innfyrir varirnar á laugardagskvöldið án þess að að löggan sæi. Annars væri ég sennilega að blogga frá Litla Hrauni…
fjúhh.. það gengur aðeins betur í dag.. ég er nokkurnveginn aðeins búin að finna fastan punkt í öllu þessu dæmi hérna og er bara nokkuð ánægð með hann. að vísu er þetta ennþá svona vúbbsídúú í lausu lofti soldið og á örugglega eftir að breytast svona um það bil 50 sinnum en það er bara gaman.. það á svo margt eftir að koma í ljós og þetta er nú alveg 2 ára verkefni þannig að það er nú alveg eðlilegt að það liggi ekki alveg ljóst fyrir manni á einni viku.
ég er líka öll að hressast eftir annsi þreytandi kvef og tilheyrandi.. er alveg að vera að búin að hósta, snýta og hnerra þessu úr mér. margt skemmtilegt framundan.. á eftir ætla ég loksins að ná í hjólið mitt út á hp og hjóla á því inn í nes í blíðunni. svo á morgunn fer ég í mat til hennar matthildar og svo á föstudaginn fæ ég að sitja í með m&p&e til rvk. þar ætla ég að fá mér knús hjá pésa og kanski kíki líka á harry potter. skelli mér svo í sumarbústað með pollu og kalla og fjölsk um helgina og kanski eitthvað fram eftir viku, hver veit.. svo bara fer allt á fullt í vinnunni og það verður örugglega svaka stuð…..
verið nú létt á bárunni í dag 🙂
an átfríkin frík
ég er að fríka út! ég er ennþá með kvef.. ég geri ekki annað en að hósta, hnerra og snýta mér og ég er komin með nóg! það gengur ekki heldur sem skyldi í vinnunni akkúrat núna, ég þarf að setja fram rannsóknarspurningar og markmið með verkefninu mínu en ég veit ekki jack hvað ég vil gera.. það er allt áhugavert og allt svo vítt og svo opið og svo been there done that að ég er gjörsamlega komin í marga hringi.. ekki nóg með það heldur fékk ég mér rúnstykki með birki í hádegismatinn og labbaði svo út í pósthús.. fattaði svo þegar ég var komin til baka og búin að kíkja í spegil að allt birkið á rúnstykkinu var í tönnunum á mér.. fallegt bros það 🙂
en jæja.. áfram með þetta.. meira bull takk!
Sit hérna heima. Er að hlusta á Eddie Izzard. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta breskur uppistandari. Hann er algjör snillingur. Hann er til dæmis að gera grín að ávöxtum. Ógeðslega fyndið. Svo var ég horfa á the mothman prophecies. Kominn langt inní myndina, svona eiginlega næstum því á endinn, og svo bara allt í einu…….BÆNG!!!! Myndin búin!!!! ÞAÐ VANTAÐI ENDINN!!!! NEIIIIIIIIIIIIIIIIIII!!!!! Alveg handónýtt. Verð bara að horfa á hana aftur seinna. Þetta lofaði nebblega góðu. En hvað um það…. Nú styttist í bústaðaferð sem verður næstu helgi. Og þá…..HITTI ÉG HEIÐU!!! VÚHÚ!!!! þá verður nú gaman. Eða eins og skáldið sagði forðum daga “Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni, og þá var kátt í höllinni, höllinniiiiiiiiiiiiiiiiiiii”
Jæja…nú er það orðið svart. Sit einn að drekka bjór. Ekki gott…. að vísu er það ágætt. Bjórinn er góður. Kannski að maður kíki út. Hvað veit maður? Aldrei að vita. Annars er lítið að frétta. Byrjaður að leysa af hjá HP. Það er snilld. Gerðist í fyrsta skipti um daginn að ég fór brosandi heim úr vinnunni. Það er magnað. Hlakkar mikið til að fara að keyra. Það verður stuð.
jibbý! þá er uppáhaldsdagurinn minn runninn upp.. loksins kominn 4. júní 🙂 til hamingju með daginn ég sjálf 🙂 já og auðvitað sölvi líka..
ég er aftur komin á fætur og er öll að hressast. ég held að þetta sé eitthvað hraðkvef sem ég er með, það kom snögglega með miklum látum en ég er að vona að fari jafn snögglega.. það er allavega í rénum núna. Ég fékk hjólið mitt sent frá reykjavík í gær og ég er að spá í að hjóla á því inn í nes á eftir. það verður bara hressandi held ég.. ég vona allavega að það sé í nógu góðu standi, ég hef ekki hjólað á því síðan síðasta sumar. ég held ég eigi eftir að nota það samt dáldið mikið þetta sumarið. ég er þegar búin að fara í einn hjólatúr, að vísu á hjólinu hans pabba, með elíasi. við kíktum niður að gamla flugvelli. skoðuðum gömlu flugstöðina (þeas flugkofann) og rútuna sem einhver kall bjó einu sinni í. það eru ennþá gamlir kartöflukassar þar í hrúgu eins og við krakkarnir notuðum til að byggja okkur hús í gamladaga.. þeas þangað til ragnar í akurnesi bannaði okkur það… hræðilega grafan var samt ekki þarna lengur, en vá hvað hún var nú hræðileg!!