Monthly Archives: August 2004

Jæja.. þá er ég byrjuð í skólanum aftur eftir 3ja ára hlé! það er nokkuð skrítið. Ég er soldið svona eins og álfur út úr hól.. en þetta venst örugglega. Ég fór í fyrsta tímann minn í dag. Hann var bara stuttur, bara svona kynningartími, fékk kennsluáættlun og fór svo út í búð og keypti kennslubókina. Hún kostaði 7201 kr. iss.. bara gefins 🙂 Ég er ekki ennþá búin að hitta umsjónarkennarann minn. Ég vona að ég hitti hana bráðum, vona að hún svari emailinu mínu. Ég veit ekkert hvar skrifstofan hennar er. Þetta fer semsagt bara rólega af stað, ég er fegin. Ég þarf ekki að fara í neinn tíma á morgunn. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvaða kúrsa ég ætla að taka, eða hvort verkefnið mitt verði 30 eða 45 einingar. Ég hallast frekar að 45 einingum. Veit ekki hvort það er betra eða verra. Stærra verkefni þýðir færri kúrsar og minni mæting og minna vesen. Minna verkefni þýðir fleiri kúrsar, kanski auðveldari einingar og minna álag. Ég veit það ekki. Þetta kemur allt í ljós. Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Hrafnhildur og Sunna eru á leiðinni til mín í heimsókn. Kanski ég ætti að fara í búðina og kaupa eitthvað til að bjóða þeim uppá.. ég held ég geri það.

Daginn hér. Það er aldeilis slatti búinn að gerast hér. Nýtt sófasett komið í hús og nýtt svona “coffee table” og nýr stóll. Alveg magnað. Koma kannski myndir af þessu öllu saman hérna á bítinn. Verið rétt stillt…

Kartöflubátar

Þetta þarftu: 800gr kartöflur – stórar, 4 msk ólífuolía, 3 hvítlauksgeirar saxaðir smátt, 1-2 msk saxaðar ferskar kryddjurtir – t.d. rósmarín, timjan og basilíka, 1 msk sítrónusafi, 1 msk dijon sinnep, nýmalaður pipar og salt

Svona geririðu: Ofninn er hitaður í 200°C. Kartöflurnar burstaðar, þerraðar og skornar í báta eftir endilöngu. Þeim er svo vellt uppúr olíunni og svo raðað á álpappírsklædda bökunarplötu en olían geymd. Kartöflurnar settar í ofninn og bakaðar í um hálftíma. Snúið tvisvar eða þrisvar svo þær festist ekki við. Kartöflurnar eru þá teknar út og grillið í ofninum hitað. Hvítlauk, kryddjurtum, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar blandað saman við afganginn af olíunni og kartöflunum svo hrært saman við. Sett aftur á plötuna og inn í ofn undir grillið þangað til þær eru orðnar gullbrúnar. Snúið tvisvar.

Að lokum: Við smökkuðum þessar kartöflur fyrst í ótrúlega góðu fondue partýi hjá Sædísi. Myndin af henni og Védísi Helgu er reyndar tekin í Grease partýinu fræga sem var alveg frábært partý, löggan kom og allt! Það er samt önnur saga..
Við höfum þetta oftast með einhverjum góðum grillmat og ég held ég hafi nú alltaf notað aðeins meira en 4 msk af ólífuolíu og líka aðeins meira af krydjurtum en 1-2 msk enda fáránlegt að mæla ferskar kryddjurtir í matskeiðum. Þetta eru svona ofnbakaðar kartöflur sem maður nennir kanski ekki alltaf að gera, þetta er meira svona spari.. allavega hjá okkur.

Síkátar og sætar

Þá sit ég hérna heima hjá Kollu og Palla Magg og er alveg að fara að borða grillað lambalæri!! Algjör snilld. Svo var ég að spila einn magnaðasta leik sem ég hef nokkurrn tíma séð. Doom 3. Alveg svaðalega flottur. Allir sem hafa áhuga á svona leikjum og hafa vélarafl í það (heheheh) endilega tékkið á þessum leik. Snúum okkur að öðru. Íslenska handboltaliðið sökkar. Við gerðum ekki gott mót. Núna hættir Gummi og Bodan tekur við þessu aftur og gerir okkur að heimsmeisturum. Liðið ætti kannski bara að fara að æfa krull (curling). Myndum áyggilega vinna rússana þar. Eitt enn….Adolf Ingi er leiðinlegur íþróttakall. Hann gerir ekki annað en að segja lélega brandara og flörtar svo við alla sem eru í stúdíóinu. Hananú…

Jæja gott fólk! Nú er mikið búið að gerast! Búið að vera mikið fokk með blessaðan bítinn. Þeir aðilar sem eru með internetið okkar ákváðu að færa til tengingarnar sem gerði það að verkum að allt fór í druslur. Svona í millitíðinni þá höfum við fengið okkur nýjan bíl, Hyundai getz, stafræna myndavél og SVAKALEGA uppfærslu í tölvuna okkar sem var orðið löngu tímabært. Allt að gera sig núna. Náðum að laga þetta með bítinn með aðstoð mikils snillings sem kallar sig Björn. Uppfærslan var einnig sett saman með hans aðstoð. Björninn er magnaður.

nú væri gaman að vera að fara á völlinn á Ísland – Ítalía.. æh, ég verð víst að sætta mig við að sjá herlegheitin í sjónvarpinu..

En hei! þokkalegur handboltaleikur í morgunn!! Nú rúllum við þessu upp sem eftir er.. :o)

Áfram Ísland!

Græju- og helgarfréttir

Jæja.. þá er nú mikið búið að gerast í græjumálunum á heimilinu. Eins og glöggir lesendur kúrbítsins hafa tekið eftir þá erum við hjúin búin að skipta út gömlu góðu Lagúnunni og erum komin á þennan svaka fína Hyundai Getz, glansandi svartan og sætan. Einnig er komin í hús myndavélin sem við keyptum okkur og flaug til okkar frá Ebay-landi. Hún er hreint út sagt alveg ótrúlega flott og þið megið búast við að það fari að bætast allsvakalega við myndaalbúmin hér á kúrbítnum.. fjúhh! maður lifandi hún er svo flott!! Það nýjasta í þessum græjumálum okkar er að við erum búin að kaupa okkur uppfærslu í tölvuna okkar.. Pétur veit nú aðeins betur um það mál og á örugglega eftir að monnta sig eitthvað hér síðar.

Af helginni er það að segja að við skruppum í brúðkaup í Vestur sýsluna (Skaftafells) á laugardaginn. Þar gengu í hjónaband þau Kalli frændi og Stella núna konan hans. Þau giftu sig í pínkulitlu og eldgömlu bænahúsi á Núpstað við Lómagnúp. Svo héldu þau flotta veislu í Efri-Vík sem er rétt hjá Klaustri. Þetta var rosalega huggulegt og skemmtilegt brúðkaup. Eftir brúðkaupið keyrðum við í bæinn og eyddum svo sunnudeginum í miklum rólegheitum og rómatík. Ég kom svo hingað til Hornafjarðar aftur í gær.

Næstu daga verð ég á fullu að klára gjóskulagaverkefnið hérna á háskólasetrinu í Nýheimum, þar sem lífið snýst að miklu leiti um jarðvegssnið og gjóskulög.. mold og aftur mold