Jæja.. þá er ég byrjuð í skólanum aftur eftir 3ja ára hlé! það er nokkuð skrítið. Ég er soldið svona eins og álfur út úr hól.. en þetta venst örugglega. Ég fór í fyrsta tímann minn í dag. Hann var bara stuttur, bara svona kynningartími, fékk kennsluáættlun og fór svo út í búð og keypti kennslubókina. Hún kostaði 7201 kr. iss.. bara gefins 🙂 Ég er ekki ennþá búin að hitta umsjónarkennarann minn. Ég vona að ég hitti hana bráðum, vona að hún svari emailinu mínu. Ég veit ekkert hvar skrifstofan hennar er. Þetta fer semsagt bara rólega af stað, ég er fegin. Ég þarf ekki að fara í neinn tíma á morgunn. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvaða kúrsa ég ætla að taka, eða hvort verkefnið mitt verði 30 eða 45 einingar. Ég hallast frekar að 45 einingum. Veit ekki hvort það er betra eða verra. Stærra verkefni þýðir færri kúrsar og minni mæting og minna vesen. Minna verkefni þýðir fleiri kúrsar, kanski auðveldari einingar og minna álag. Ég veit það ekki. Þetta kemur allt í ljós. Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Hrafnhildur og Sunna eru á leiðinni til mín í heimsókn. Kanski ég ætti að fara í búðina og kaupa eitthvað til að bjóða þeim uppá.. ég held ég geri það.