Græjufréttir
Ég var að kaupa mér svaka flottan usb lykil.. nú líður mér betur. Þetta eru nefnilega ekki beint traustvekjandi tölvur hér…
Bíllinn okkar góði er núna í Vélsmiðjunni að láta endurskoða sig.. svo verður hann þrifinn hátt og lágt og svo ekki söguna meir.. hann verður seldur greyið.. Í staðinn fáum við að láni gegn borgun glænýjan Hyundai Getz. Það er ekkert smá flottur bíll.. meiraðsegja með pæjuspegli bílsjóramegin!! þá get ég þokkalega varalitað mig á rauðu ljósi.. bíll sniðinn fyrir mig 🙂
Meira af græjum.. myndavélin okkar er ennþá á leiðinni til okkar frá ebay-landi.. get ekki beðið eftir að prófa hana, hún er ekkert smá flott!
Fleira er ekki í græjufréttum að sinni.. (enda nóg komið)