jæja, kominn mánudagur.. haldiðasé? þetta var fín helgi og hún útlistast svona:
föstudagur: var með hálsbólgu og hausverk. elduðum pizzu, leigðum vídeó um kvöldið, myndina Gothicka. sá ekki mikið af henni, hélt fyrir augun mestallan tímann.
laugardagur: tókum til, fórum í ríkið og sóttum Unni vinkonu okkar. Horfðum á landsleikinn og drukkum bjór. grilluðum svo dýrindis lambakjöt í kvöldmatinn, drukkum hvítvín og horfðum á fasta liði eins og venjulega.. alla þættina. svo skáluðum við að sjálfsögðu fyrir honum Tryggva í Hollandi, en hann átti einmitt afmæli þennan dag.. til hamingju Tryggvi 🙂
sunnudagur: lágum í leti. ég stóð helst ekki upp úr sófanum. horfðum á tvær myndir, 50 first dates og freaky friday. ágætis froða.. mjög notalegur sunnudagur 🙂