helgin var fín.. ég þreif pleisið og við hittum möttu og hjálmar og tómas orra sem voru nýkomin úr ferðalagi á laugardaginn, drukkum koníak og grand. buðum hrafnhildi, bjössa og sunnu kristínu í vöfflur í gær.. keyptum nýjar gardínur í svefnherbergið og hengdum þær upp, bökuðum pizzu sem fer alveg í topp fimm hingað til. í morgunn fór ég að láta laga rispur sem voru á nýja bílnum þegar við fengum hann. fer að sækja hann aftur á eftir þegar kolla kemur að sækja mig..
ég er í pásu..
er búin að vera í allan dag að setja saman fyrirlestur sem ég á að halda á morgunn. einstaklega hressandi. fyrirlesturinn fjallar um sérlega skemmtilegt líkan sem er notað til að spá fyrir um veðurfar komandi árþúsunda. samkvæmt því þá verður blíða næstu 50 þúsund ár.. þá tekur að kólna smám saman þangað til það verður orðið aðlveg ógeðslega kalt eftir sirkabát 100 þúsund ár.. en þá verður komið hámark næsta jökulskeiðs þessarar yndislegu ísaldar sem við lifum á. Þannig að.. ekki henda gömlu ullarsokkunum og síðbrókinni alveg strax 😉