vá hvað mér brá mikið áðan. ég var í sakleysi mínu að fara að fá mér vatn í kaffikönnuna mína, langaði í kaffisopa. þegar ég skrúfaði frá kalda vatninu inni í eldhúsi komu allt í einu þvílík læti og það frussaðist út úr krananum brúnt vatn og loft. það er semsagt eitthvað verið að fikta í pípunum hérna í húsinu, nýtt fólk að flytja inn. En litla sem mér brá maður.. og ekkert kaffi í bráð 🙁