hæ,
það munaði einu músarklikki að ég hefði keypt mér nýja iPod U2 special edition núna rétt áðan.. en ég gugnaði. einhverjar skynsemisraddir fóru að láta í sér heyra, sögðu eitthvað bull um að ég hefði ekki efni á þessu, það væru aðrir mikilvægari hlutir sem ég þyrfti að kaupa, ég væri nú bara á námslánum, það væru nú að koma jól osfrv osfrv… djöfuls krapp! Af hverju gátu kæruleysisraddirnar ekki verið háværari akkúrat á þessarri sekúndu sem ég var að fara að klikka á buy now?? í staðinn klikkaði ég á back.. og nú er ég chicken.. ég vildi að það hefði einhver verið hérna til að bakka mig upp, því hvað er mikilvægara en U2?