Fór í fýluferð í morgunn. Vaknaði, var skítkalt og ennþá með hálsbólgu. átti að mæta í tíma klukkan 9.40. skítkalt úti og bíllinn ennþá á sumardekkjum og grafinn unndir fannfergi á bílastæðinu. djöfull langaði mig að skrópa.. ætlaði að skrópa.. en þá vaknaði einhver rödd í hausnum á mér sem dreif mig á lappir og út í sktrætóskýli. þegar ég kom svo í skólann þá var enginn tími. kennarinn hvergi sjáanlegur. frábært. ég reyndi nú samt að gera eitthvað til þess að nýta ferðina en var ekki með neitt með mér sem ég gat lesið. bara blýant og glósubók. eftir að ég var búin að væflast eitthvað um háskólasvæðið, skreppa í bókhlöðuna og fá mér bókasafnsskírteini ákvað ég nú að taka strætó aftur heim. ég beið í 40 mínútur eftir vagni númer 111.. í skítakulda. það var kona sem reykti þrjár rettur inni í strætóskýlinu á meðan ég beið þar. ég fékk hausverk. þegar 111 kom loksins hafði hann víst á árekstri á leiðinni til mín og seinkað um einn hring.. næst þegar mig langar að skrópa þá skrópa ég sko án þess að fá samviskubit.