Monthly Archives: November 2004

Loksins! Stundin er runnin upp! Myndbrotið sem allir, og þá meina ég allir, hafa beðið eftir er komið!!!! Smellið á myndir hérna hægra megin og smellið svo á Einar Ofurhuga til að sjá klippuna. Einnig er hægt að hægri smella og gera save link as. Hvet alla til að kíkja á þessa klassísku snilld.

Þeir sem hafa komið hingað inn til að kíkja á vinnuflippsklippuna eru vinsamlegast beðnir um að sýna þolinmæði. Ég þarf að verða mér útum forrit til að klippa þetta til. Þetta kemur inn á næstu dögum.

Ár og dagar síðan maður hefur höggvið stafi í hrjúfan börk kúrbítsins. Ef ég gæti, myndi ég dæla vatni á getzinn minn. Þoli ekki þessa skítaplebba. Væri réttast að láta þessa kalla drekka smurolíu í beinni. Láta þá mæta í ógeðisdrykk í 70 mín. Mér finnst nú samt leiðinlegt að Þórólfur skyldi hafa sagt af sér. Hann er fínn kall. Lenti bara í slæmum félagsskap. Vorum að henda út seinasta brúna skápnum sem var hérna inni hjá okkur. Fjúhh….allt annað líf. Fjodor Spasskí biður að heilsa.

hæ,

það munaði einu músarklikki að ég hefði keypt mér nýja iPod U2 special edition núna rétt áðan.. en ég gugnaði. einhverjar skynsemisraddir fóru að láta í sér heyra, sögðu eitthvað bull um að ég hefði ekki efni á þessu, það væru aðrir mikilvægari hlutir sem ég þyrfti að kaupa, ég væri nú bara á námslánum, það væru nú að koma jól osfrv osfrv… djöfuls krapp! Af hverju gátu kæruleysisraddirnar ekki verið háværari akkúrat á þessarri sekúndu sem ég var að fara að klikka á buy now?? í staðinn klikkaði ég á back.. og nú er ég chicken.. ég vildi að það hefði einhver verið hérna til að bakka mig upp, því hvað er mikilvægara en U2?

ég er að gera verkefni, eða svona stutta ritgerð, og mér er það lífsins ómögulegt að skrifa eitthvað. ég er fullkomlega hugmyndasnauð, engin sköpunargáfa virk, algjör stífla í hausnum á mér. þetta er SVO pirrandi. sérstaklega þar sem þetta er bara um svona blabla efni, ekkert krefjandi og óskiljanlegt. mig langar að drífa þetta af en það kemur allt öfugt út úr mér og stundum bara alls ekkert. eins gott að Hrafnhildur hringdi og bauð mér í hádegismat – hún er bjargvættur. Ég kem örugglega uppfull af hugmyndum og sköpunargleði til baka. vona ég 🙂 garagó..

vá hvað mér brá mikið áðan. ég var í sakleysi mínu að fara að fá mér vatn í kaffikönnuna mína, langaði í kaffisopa. þegar ég skrúfaði frá kalda vatninu inni í eldhúsi komu allt í einu þvílík læti og það frussaðist út úr krananum brúnt vatn og loft. það er semsagt eitthvað verið að fikta í pípunum hérna í húsinu, nýtt fólk að flytja inn. En litla sem mér brá maður.. og ekkert kaffi í bráð 🙁