Monthly Archives: December 2004

Alveg er þessi tækni ótrúleg. Haldið að ég siti ekki bara hérna í sófanum á annari hæð á Hraunhólnum og er bara í því að blogga. Allt þráðlaust og ég veit ekki hvað. Fórum og keyptum flugelda í dag. Önundarbrenna og Gunnar á Hlíðarenda urðu fyrir valinu. Það ætti ekki að verða leiðinlegt. Og snillingurinn hann Þorgrímur reddaði vindlum þannig að þessi áramót verða snilld. Annars er Hornafjörðurinn æðislegur. Alltaf jafn yndislegt að koma hingað……

Nálgast ekki bara áramótin eins og óð fluga. Við ætlum að fara austur um áramótin og vera í faðmi fjölskyldunnar. mmmm….það verður notalegt. En segið mér annað. Hvert hringir maður til að panta gott veður? Þarf ég að fara heim til Sigga storms og sýna honum hvar Davíð keypti jólaölið? Það er verið að spá dýrvitlausu veðri einmitt sama dag og við ætlum að fara. Þetta er náttlega alveg óþolandi!!

í dag er stysti dagur ársins. vetrarsólstöður. frá og með deginum í dag verður dagurinn lengri og bjartari, fyrr en varir verður komið sumar aftur og við sitjum í sólbaði með bók í annarri og kokteil í hinni..

Jæja….eru ekki jólin bara að koma. Allir að kaupa allan andskotann. Og auðvitað tekur maður þátt í þessu öllu saman. Annað væri nú bara ekki eðlilegt. Við erum svona að verða búin að öllu. Gjafirnar komnar í hús….að vísu á ég eftir að kaupa handa Heiðu. Þarf að drífa í þessu. Ég er alltof mikill slórari. Alltaf að slóra. Þetta kemur allt fyrir rest. Jólin koma, þó svo maður sé ekki tilbúinn.



er að læra fyrir prófið sem er á morgun. ég er ekki að nenna þessu. er að hlusta á AC/DC – Back in Black. get ekki að því gert en AC/DC minnir mig alltaf á björninn.. blindfullan í banastuði.