Alveg er þessi tækni ótrúleg. Haldið að ég siti ekki bara hérna í sófanum á annari hæð á Hraunhólnum og er bara í því að blogga. Allt þráðlaust og ég veit ekki hvað. Fórum og keyptum flugelda í dag. Önundarbrenna og Gunnar á Hlíðarenda urðu fyrir valinu. Það ætti ekki að verða leiðinlegt. Og snillingurinn hann Þorgrímur reddaði vindlum þannig að þessi áramót verða snilld. Annars er Hornafjörðurinn æðislegur. Alltaf jafn yndislegt að koma hingað……