Þetta er alltaf sama sagan.. það eru kominn 10. janúar og ég er enn ekki búin að fá einkunn úr einu prófi sem ég tók fyrir 22 dögum síðan. ég er að springa úr pirringi. arg.. arg.. arg.. hvernig væri að hysja upp um sig, bíta í skjaldarrendur og drífa í þessu þú þarna kennari! Æh.. fjúhh.. þetta losaði um smá ergelsi.. takk.

En annars er skólinn að fara á fullt aftur eftir jólafrí. Ég er að fara að leggja út í verkefnið mitt á fullum krafti og tek svo tvo kúrsa með. er jafnvel að spá í að bæta við einum kúrs í viðbót.. ekki það að mig vanti einingar, frekar að mig vanti smá kunnáttu.. en ég er ekki viss.. ætla að melta það aðeins. Það er alveg nóg að gera fyrir..

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna hjá okkur.. Pési er í vinnunni.. kvefið mitt er að batna.. Kolla systir útskrifast næstu helgi og þá verður skoð stuð 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *