Góðan daginn hér. Magnaður dagur í gær. Kolla útskrifaðist, svo var lasagne veisla heima hjá Kollu, þar var mikið spjallað og gott rauðvín drukkið. Svo skelltum við okkur á Edith Piaf. Það er hreint stórkostleg sýning! Brynhildur (sem var með Kollu í bekk!!!!) var alveg mögnuð sem Edith. Ótrúlega góð söngkona og frábær leikkona. Eftir þessa mögnuðu sýningu fórum við á Næsta bar og ég komst að því að ég er orðinn háður Martini Bianco í klaka. Þarna sátum við í drykklanga stund (Get it?!?! Drykklanga stund?!?!) og spjölluðum og hlógum. Skemmtilegur endir á frábærum degi.
By the way….til hamingju ég.