aaahhhh!! smjatt, smjatt.. var að ljúka við morgunmatinn. ég borðaði staðgóðan og hollan morgunmat, skyr-búst með vanilluskyri banana, bláberjum og brómberjum. sljúrrb, svaka gott. mér finnst fyndið að borða brómber. þau eru svo skrítin. svo minna þau mig á smjattpatta.. en þetta var allavega gott búst. og ótrúlega fjólublátt 🙂

helgin var ágæt alveg hreint fyrir utan nokkra klukkutíma sem ég lá í mígreniskasti.. við pössuðum gísla og sunnu á laugardagskvöldið og fórum svo að horfa á köruboltamót á sunnudaginn þar sem eiður var að keppa. það var stórskemmtilegt og eiður auðvitað langflottastur! eftir það kom mígreniskastið og missti ég því miður af þessum merkilega handboltaleik á HM þar sem við björguðum okkur víst glæsilega frá því að vera rassskellt af tékkum.. ég vaknaði við það að balli bergs var gjörsamlega að sjóða uppúr yfir þessu stórglæsilega jafntefli okkar.. mætti halda að við hefðu verið að vinna úrslitaleikinn hann var svo æstur! teik a tjill pill mann..

í dag er það jöklafræðiverkefni og styrksumsókn sem liggur mér á hjarta..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *