jæja, loksins gerðist eitthvað í þessu! ég fékk einkunn í skólanum! kraftaverkin gerast.. jibbý!! ég fékk 8,5 í jöklar og fornloftslag. nokkuð ánægð með það verð ég að segja…
er ennþá lasin heima, með kvef og 38,5.. er orðin nett pirruð á þessu.. Elías ég vildi að ég hefði vorkennt þér meira..
Monthly Archives: January 2005
jæja, komið nýtt ár…
við erum komin heim til okkar. Við höfðum það rosalega gott fyrir austan um áramótin og gott að vakna á nýjársdag í kyrrðinni í nesjunum. Við keyrðum aftur í bæinn 2. jan í mikilli hálku en þó ágætu veðri. sluppum vel. mér tókst að sjálfsögðu að draga með mér pestina sem hafði verið ríkjandi fyrir austan og ligg eiginlega bara fyrir með hósta og beinverki og hita.. fínt að byrja árið svona. skólinn byrjar samt ekki fyrr en 10. jan þannig að ég hef nógan tíma til að láta mér batna. hef verið að dunda mér við að setja inn myndir á myndasíðuna. það eru fimm ný albúm fyrir áhugasama að skoða.
ég ætla að fá mér te..
Gleðilegt ár!