Jæja….Loksins er kúrbíturinn kominn í loftið aftur, eftir mikið bras og vesen. Nenni ekki að fara útí þá sálma. Var að vinna á barnum í gær eftir dálitla hvíld frá því. Alveg ágætt bara. Ég var orðinn ansi þreyttur undir það síðasta. Þetta gekk sinn vanagang. Fólk drakk sig útúr hausnum á sér. Hressandi. Ég hitti þarna mann sem í sífellu reyndi að bjóða mér í krók. Ég lét nú ekki tilleiðast, en hann tilkynnti mér það að hann æfði nú ekki krók. Þá fór ég að velta því fyrir mér…hvernig æfir maður krók? Mér datt í hug að hann væri með gínu skrúfaða fasta við vegg og hún væri föst í svona krókstellingu (fólk verður að myndksreyta soldið núna) Jáneinei…kannski ekki. Var kominn heim um hálfsjö og var að skríða á fætur núna. Ætli maður fái sér ekki bollu eða tvær í dag. Hlakka til…