Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því hvað bíturinn hefur legið lengi niðri. Málið var að einn harður diskur bilaði. Agalega gaman. En hann er kominn í fullt svíng aftur. Helgin var mögnuð. Fórum í afmæli til Hrafnhildar þar sem mikið af góðu fólki kom saman og skemmti sér vel. Þarna var rauðvín, bjór og tapas hlaðborð. Þorgrímur Tjörvi galdraði hlaðborðið úr öðrum rassvasanum. Algjör snilld. Svo var bara djammað fram eftir kvöldi. Ég var aðeins of hress þarna í restina…en hver verður ekki of hress í lokin?