Monthly Archives: April 2005

Sæl og bless. Djöfull er umferðarstofa búin að drulla uppá bak. Þoli ekki þessar auglýsingar með litlu krökkunum sem eiga að éta allt upp sem foreldrar þeirra segja. Ég held að umferðarstofa verði að fá sér nýja auglýsingastofu. Annars legg ég til að þessi “stofa” verði lögð niður. Annars er ég hress. Fríhelgi framundan sem er alveg hreint ótrúlega hressandi!

Gróu terta

Þetta þarftu:1 svarmpbotn (heimabakaðan eða bara tilbúinn úr búðinni), 1 marensbotn (einnig hægt að baka eða kaupa í búð), hálfdós perur. Krem: 100g síríus konsum suðusúkkulaði, hálfpottur þeyttur rjómi, 3 eggjarauður, 2 msk sykur.

Svona gerirðu: Þeytið saman eggjarauður og sykur, bræðið svo suðusúkkulaðið og hrærið saman við og svo líka mestöllum þeytta rjómanum. Setjið perurnar ofan á svampbotnin og blaytið í með safanum. Smyrjið smá rjóma yfir perurnar og líka smá slettu af kreminu. Setjið svo marensinn ofan á og þekið hann með afgangnum af kreminu. Geymið tertuna í ísskáp til næsta dags og sreytið hana þá með einhverju góðu.

Að lokum: Ég skellti í eina svona tertu fyrir saumaklúbb sem ég var með um daginn. Ég keypti að sjálfsögðu bara botna og skreytti tertuna með nóakroppi og rifsberjum sem virkaði ágætlega. Þetta var svakagóð terta en það gekk á ýmsu þegar ég var að gera hana því ég er ekkert sérlega reynd í tertugerð.. en hey, bragðið er aðalatriðið! HB

geeeisp..
góðan mánudag. ég er stödd á þjóðarbókhlöðunni. geispa eins og mér sé borgað fyrir það eftir annsi syfjulegan morgunn á þjóðdeild safnsins. það er nú meira batteríið. ekkert má. ekki einu sinni taka með sér tösku inn á lestrarsalinn. svo var ekki einu sinni þráðlaust net! einum of forneskjulegt fyrir minn smekk.
Allavega, þá er kominn mánudagur eftir frekar viðburðalitla helgi. gerði ekkert sem öðrum gæti þótt áhugavert. ég horfði á sjónvarpið, fór í göngutúr, horfði á bíómynd, fór í heimsókn og borðaði súkkilaðiköku, hékk í tölvunni, eldaði góðan mat og borðaði og þar frameftir götunum.. yndisleg helgi engu að síður. þessi dagur fer í heimildavinnu og önnur syfjuleg verkefni.. þá er best að geispa, teygja sig, standa upp, fá sér gott að borða og stóran kaffibolla í eftirmat og súkkulaði meððí…

Traveling in a fried-out combie
On a hippie trail, head full of zombie
I met a strange lady, she made me nervous
She took me in and gave me breakfast
And she said, “do you come from a land down under?
Where women glow and men plunder?
Can’t you hear, can’t you hear the thunder?
You better run, you better take cover.”

Ég er að horfa útför páfans í róm. magnað að sjá svona marga samankomna á einum stað. allir mjög sorgmæddir. margir kallar í bleikum og rauðum kruflum. hellingur af þotuliði mætt. skrítið að sjá það allt þarna saman. svarna óvini sitjandi þarna hlið við hlið í sátt og samlindi. allskonar trúarleiðtoga sem segja að sitt sé best og allt hitt sé bull. afhverju geta þessir kallar ekki alltaf verið svona friðelskandi? setið kyrrir í sætunum sínum og hætt að metast um hver þeirra eigi flottustu sprengjuna eða flottasta guðinn.. þið eruð allir eins.

ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því þá er skítaveður úti. rok og frost. ég er í skólanum. ég rétt svo náði því að klæða mig í jakka og trefil og vettlinga og setja töskuna á bakið og labba út í strætóskýli í morgun. ég þurfti að pína mig. brrr.. en hingað komst ég og hér verð ég þangað til pétur kemur og sækir mig. annars er ekkert að frétta sérstakt. allavega ekkert sem gaman er að segja frá. jú eitt! lakers kemst ekki í úrslit í nba. og chicago bulls eru þessa stundina í fjórða sæti í austurdeildinni og þokkalega á leið í úrslitin.. hversu frábært er það!! mér finnst það ferlega frábært..