Monthly Archives: May 2005

Jæja…búinn að liggja í flensupest síðan á laugardaginn…þvílík stemning! Annaðhvort kalt eða heitt og hor lekandi út um öll vit. Svo ekki sé minnst á beinverki. Er hægt að hafa það eitthvað betra?

fín helgi. fyrir utan að vera með einhverja helvítis pest. kvef og svona viðbjóður. formúlan var nú sérdeilis hressandi. gaman að sjá renault vinna og fjandi súrt fyrir raikonnen að missa fjöðrunina undan bílnum á seinasta hring. en svona er þetta. það er ekki á allt kosið. get ekki beðið eftir u2 í köben. 2 mánuðir í það…sjitt.

Þá er kominn þessi skemmtilegi tími dagsins þar sem þarf að ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn. Í þetta skiptið lendir það á mér. Ég hef ekki fengið neina góða hugmynd ennþá… einhvernveginn langar mig alltaf í grillmat þessa dagana :o)

ég er annars í öskju að bíða eftir að pési komi og sæki mig.. í kvöld ætlum við að grilla dýrindis dýrindis lambakjöt og fagna því að ég er búin að skila GIS skýrslunni jibbý! mér datt ekki í hug að ég myndi vera svona snögg með hana 🙂 seig.. (tilefnið var samt nú ekki komið þegar ég tók kjötið upp úr kistunni í morgun.. en það er önnur saga)


ég var að taka eftir því að ég er ekki búin að skrifa stakan staf hérna inn síðan 11. maí.. það er held ég bara met hjá mér. það er búið að vera brjálað að gera. eftir að ég var búin að skila heimaprófinu tóku við önnur verkefni og svo fór ég í námsferð 15.-19. maí. þar gisti ég á Skógum og varði dögunum uppi við Sólheimajökul að vinna ýmis verkefni. kvöldin fóru algjörlega í skýrsluskrif og fyrirlestra. Ég kom til baka úr þessari ferð sólbrunnin og þreytt og mun vitrari. Síðan var það júróvisjón. fyrra paríið hjá Kollu og seinna hjá Hrafnhildi. Grillveisla á sunnudagskvöld og Survivor úrslit í gær. Í dag verð ég svo niðri í Öskju þar sem stefnan er tekin á að klára GIS skýrsluna.

þannig er nú það.. þetta er örugglega leiðinleg færsla að lesa en mér er sama, ég ætla að fá mér morgunmat. bæb

Alveg var þetta nú ömurleg júróvísjónkeppni. Hvurn fjandann var Lettland að gera svona ofarlega?!?! Ömurlegt…Noregur átti að taka þetta og ekkert kjaftæði! Já eða Moldavía. Það var snilldarlag. Annars er þetta nú búin að vera róleg helgi. Horfðum á þessa ömurlegu keppni með leiðinlegustu kynnum í heimi, og erum svo bara búin að chilla hérna heima. Svo förum við núna á eftir til Ismars og Ösru í grill og fínerí. Það verður stuð. Yfir og út…

P.S. Djöfull voru boxgæjarnir ömurlega hallærislegir…

Jájá…stuð í dag. Henti 90 kílóum af blaðlauk. Var að spá í að saxa hann í súpu…en hætti við. Ég hefði getað selt líterinn á 100 kall í kolaportinu og alveg stórgrætt. Enda gæða blaðlaukur…En svo við snúum okkur að öðru. Hvar verður Júró partý? Þessi mál þarf að ræða og ganga frá!