úff.. ég er eitthvað svo löt þessa dagana. Ég nenni ekki að keyra til Hornafjarðar í dag. Ætla bara að gera það á morgun í staðinn. Ég er búin að vera á svo miklu flakki í sumar að bara tilhugsunin um að vera ein í bíl í fimm tíma fyrir aftan einhvern fábjána á alltoflitlum bíl með alltofstórt tjald/hjól/felli-hýsi er of mikið fyrir mig að hugsa um hvað þá að framkvæma.. vildi að ég gæti bara gert svona eins og allir í Harry Potter gera, bara appereitað þangað sem ég vil fara. Það væri þægilegt. Það væri líka kúl ef ég þyrti ekki að pakka heldur gæti bara veifað töfrasprota og allt færi ofan í tösku sjálfkrafa.. gæti þá líka þrifið svoleiðis og vaskað upp og allt.. djöfull væri það gaman.

2 thoughts on “

  1. Úff…við keyrðum alla leið frá eigilsstöðum til Reykjavíkur í gær allir orðnir þreyttir og pirraðir. Það bjargaði því hvað það voru margar gröfur á leiðinni síðasta spottann annars hefði Sunna mín algjörlega tapað gleðinni og þar með allir hinir.Ég ætla sko ekki að hreyfa á mér rassinn þangað til ég fer að vinna á mánudaginn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *