*glans*

mikið finnst mér alltaf gaman þegar ég/við erum nýbúin að þrífa íbúðina hátt og lágt.. það verður allt svo hressilegt í kring um mann. ferskt loft, glampar og glansar af öllu. yndislegt alveg hreint. uppáhalds tíminn minn að þrífa er eftir hádegi á föstudegi. þá er einhvernveginn ekki séns að helgin verði leiðinleg. hvernig getur verið leiðinlegt þegar allt er svona glansandi og fínt? það er ekki möguleiki.. í morgun vaknaði ég með hausverk og var frekar fúl yfir því að vera ekki að fara á Franz Ferdinand tónleikana í kvöld. ég tók út fýluna og hausverkinn með því að skrúbba allt og pússa með Franz í botni í græjunum. það svínvirkar. góða skemmtun á tónleikunum þið sem farið, þið verðið örugglega ekki fyrir vonbrigðum 🙂
p.s. vá! hvað do you want to? er geggjað lag!

2 thoughts on “*glans*

  1. ég veit!! þeir eru svakalegir töffarar.. og gera svakalega stuðtónlist. never a dull moment. ég vildi óska að ég hefði komist á þessa tónleika. seilaví..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *