mikið finnst mér alltaf gaman þegar ég/við erum nýbúin að þrífa íbúðina hátt og lágt.. það verður allt svo hressilegt í kring um mann. ferskt loft, glampar og glansar af öllu. yndislegt alveg hreint. uppáhalds tíminn minn að þrífa er eftir hádegi á föstudegi. þá er einhvernveginn ekki séns að helgin verði leiðinleg. hvernig getur verið leiðinlegt þegar allt er svona glansandi og fínt? það er ekki möguleiki.. í morgun vaknaði ég með hausverk og var frekar fúl yfir því að vera ekki að fara á Franz Ferdinand tónleikana í kvöld. ég tók út fýluna og hausverkinn með því að skrúbba allt og pússa með Franz í botni í græjunum. það svínvirkar. góða skemmtun á tónleikunum þið sem farið, þið verðið örugglega ekki fyrir vonbrigðum
p.s. vá! hvað do you want to? er geggjað lag!
vá hvað það var gaman…þvílíkir töffarar!!!!
ég veit!! þeir eru svakalegir töffarar.. og gera svakalega stuðtónlist. never a dull moment. ég vildi óska að ég hefði komist á þessa tónleika. seilaví..