The Arcade Fire

Ég er gjörsamlega fallin kylliflöt fyrir hljómsveit að nafni The Arcade fire. Stórkostleg hljómsveit alveg sem gaf út plötuna Funeral fyrir um ári síðan. Þetta er Rokksveit frá Montreal í Kanada og í henni eru 7 eða 8 hljóðfæraleikarar sem spila á allskonar hljóðfæri. nafnið á plötunni er tilkomið vegna þess að á meðan á upptökum hennar stóð dóu annsi margir ættingjar hljómsveitarmeðlima. Það sem er kanski merkilegast við þessa plötu og vinsældir hljómsveitarinnar er að platan var ekki gefin út og markaðssett af neinu svona stóru útgáfufyrirtæki heldur spurðist hún út á netinu og vnsældirnar komu nær alfarið í kjölfar þess.
Eins og ég segi.. frábær plata! ef einhvern vantar hugmynd að gjöf handa elsku mér þá er þessi plata mjög ofarlega á óskalistanum (hehe). Ef þið eruð ekkert á þeim buxunum að gefa mér gjöf (af einhverjum óskiljanlegum ástæðum) þá mæli allavega ég með því að þið kaupið hana handa sjálfum ykkur..
p.s. hljómsveitin ætlar að hita upp fyrir U2 í Kanada 25. 26. og 28. nóvember. ætti maður kanski að skella sér??

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *