White Stripes

Ég er orðin mikill White Stripes aðdáandi. Mér finnst þau frábær! Nýja platan þeirra, Get behind me Satan er alveg frábær. vex og vex með hverri hlustun. Ég er að hlusta á hana í þessum töluðu orðum… Ég sá tónleika með White Stripes (eða tónleikabrot öllu heldur) og mér fannst þau svo geggjuð að ég var næstum bara orðlaus af hrifningu. Einhverntíma ætla ég að kaupa mér trommusett og verða jafn kúl og Meg White. Ég og Pési stofnum bara hljómsveit. Hann getur alveg lært að glamra á gítar. Við verðum sko ótrúlega flottar rokkstjörnur….

2 thoughts on “White Stripes

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *