Usssummmsusss hvað það er langt síðan ég bloggaði eitthvað. Þetta er bara svona. Stundum dettur maður í einhvern dvala og nennir ekki að skrifa neitt. Svo er maður bara búinn að vera of upptekinn í vinnu eða að hanga í einhverjum tölvuleikjum. Vorum að versla okkur Black & White 2 sem er alveg rosalega magnaður. Magnað hvað menn geta fengið góðar hugmyndir.
Var að vinna um helgina. Gekk fínt. Ekki mikið að gera svosem…nema hvað…hvernig er það eiginlega…það er eins og sumir gaurar fatti ekki hvernig klósett virka. Ég er að spá í að halda námskeið. “Klósettfræði fyrir byrjendur” (Lærðu að skíta með reisn) Það verður biluð mæting.
kannski var hann með reisn og þurfti að standa á haus við þetta
ætlar þú að vera með sýnikennslu?