I saw you in the curve of the moon

Jæja kæru gestir. Þá er komið að því sem við höfum öll verið að bíða eftir. Allavega ég .. já og Pétur. Hin stórglæsilega smáskífa All because of you með snillingunum í U2 er komin út! Hún er gefin út í tveimur geisladiskum og dvd diski og innheldur svo mikið stórkostlegt efni að ég má vart til þess hugsa.. t.d. Nýja útgáfu af Miss Sarajevo sem var tekið upp á tónleikunum á San Siro í sumar. Ef það var eitthvað í líkingu við það sem við sáum á Parken.. Pavarotti Smavarotti, þú hefur sko ekkert í Bono :o) ég fæ bara gæsahúð! Ég verð að eignast þessa smáskífu. Í dag. Vona að hún sé komin hingað á skerið. Það hlýtur að vera.. (krossa putta allir saman).
Annars er bara nóg að gera í dag.. Hreyfing, skólinn, þinglýsa, kaupa smáskífu.. Plííííís vera til!

3 thoughts on “I saw you in the curve of the moon

  1. Ómægod ég verð að eignast þessa plötu, eitt af mögnuðustu augnarblikum lífs míns, miss Sarajevó á Parken

  2. skífan er komin í hús og ég er ýkt hamingjusöm :o)
    Hrafnhildur þú verður.. það var yndislegt að heyra þetta aftur..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *