Réttað verður yfir Saddam Hussain í dag, í réttardómstóli sem Bandaríkjamenn bjuggu til. Kúrdi verður forseti dómsins.. Hlutlaus dómstóll?
Ekki svo að segja að ég hafi einhverja samúð með Saddam eða fyllist ekki viðbjóði þegar ég hugsa til þess hvað hann hefur á samviskunni.. . Finnst samt að réttarkerfi eigi að vera réttlát og hlutlaus fyrst þau eru á annað borð notuð. Kúrdi getur aldrei verið hlutlaus þegar réttað er yfir manni sem framdi þjóðarmorð á Kúrdum.. eins geta Bandaríkjamenn ekki verið hlutlausir þar sem þeim liggur mikið á að réttlæta eigin glæpi í Írak og helst beina atthygli fólks að öðrum krimma. Þetta er spilltur heimur.
Ég er farin í ræktina :o)
Já ég hef áhyggjur af þessu…hélt seint að ég hefði samúð með saddam en mannréttindi eru mannréttindi
það má vel vera að Saddam hafi margt á samviskunni, og í raun ekkert að efast um í þeim efnum, en kollegi hans W. Bush hefur ja, allavega ekki minna til að missa svefn yfir.